Hjólað til styrktar Frank Bergmann
Næstkomandi mánudag ætla velunnarar Franks Bergmann Brynjarssonar að hjóla til styrktar honum en Frank, sem er aðeins 13 ára gamall, hefur háð baráttu við krabbamein síðan í mars 2006. Hann er sonur þeirra Brynjars B. Péturssonar og Svanhildar Káradóttur og eru þau búsett í Grindavík.
Til stendur að hjóla Reykjaneshringinn sem eru 87 kílómetrar. Lagt verður af stað frá Vatnaveröld kl. 08:00 og hjólað um Garð-Sandgerði-Ósabotna-Hafnir-Grindavík-Keflavík.
Ingigerður Stefánsdóttir mun leiða ferðina og eru allir velkomnir til þátttöku.
Áheitum er safnað inn á styrktarreikning 0143-26-199 kt. 140996-3199
---
Vfmynd/elg – Hjólaður verður Reykjaneshringur til styrktar Frank Bergmann.