Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Hjólað milli kirkna á morgun
Laugardagur 5. júlí 2008 kl. 12:03

Hjólað milli kirkna á morgun

Á morgun, sunnudaginn 6.júlí verður hjólað á milli kirkna á utanverðum Suðurnesjum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Viðburðurinn er haldinn til minningar um sr. Eirík Brynjólfsson sem var prestur að Útskálum 1928-1952. Sr. Eiríkur var mikill hjólagarpur og hjólaði reglulega um Reykjanesskagann, sóknarbörnum sínum til stuðnings og þjónustu.

kl. 10:00 Keflavíkurkirkja. Hópurinn frá Reykjanesbæ leggur af stað frá kirkjunni.


kl. 11:00 Útskálar. Lesið guðspjall. Farið yfir sögu kirkjunnar og endurbótum lýst.


kl. 13:00 Hvalsneskirkja. Fjallað um sálmaskáldið Hallgrím Pétursson og skoðuð steinhellan í kirkjunni. Stutt hugleiðing flutt.


kl. 15:00

Kirkjuvogskirkja. Helgistund. Nesti snætt. Saga kirkjunnar sögð í stuttu máli.


kl. 16:30 Komið aftur í Keflavíkurkirkju.


kl. 17:30 Komið aftur að Útskálum

Allir eru velkomnir í ferðina. Fólk getur mætt í kirkjunnar á tilsettum tímum, tekið þátt í helgihaldinu og hjólað yfir í næstu kirkju eða verið með allan daginn.

Þátttakendur taki með sér nesti sem snætt verður við áfangastaði.

Myndir úr safni Víkurfrétta.

[email protected]