Hjólabrettamót í Svartholinu á morgun
Á morgun, laugardag, klukkan 15.00 heldur 88 Húsið í samstarfi við Brettafélag Suðurnesja hjólabrettamót í Svartholinu.
Keppt verður í einum flokki þ.e.a.s. besta „rönni“ og eru vegleg verðlaun fyrir 1. sæti.
Aðalstyrktaraðilar mótsins eru hjólabrettaverslunin Underground í Reykjavík og 88 Húsið. Þátttökugjald er 500 krónur en nánari upplýsingar veitir Þorbjörn Einar Guðmundsson (Bjössi graff) í síma 869-4228.
VF-Mynd/Þorgils