Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Hjóla til styrktar ÍRB
Fimmtudagur 21. júní 2007 kl. 14:19

Hjóla til styrktar ÍRB

Nokkrir vaskir hjólagarpar halda af stað áleiðis til Akureyrar í fyrramálið en för hjólagarpanna er liður í fjáröflun sundliðs ÍRB sem heldur í höfuðstað Norðurlandsins til þess að keppa á Aldursflokkamóti Íslands. Mótið fer fram á Akureyri dagana 28. júní-1. júlí og hafa hjólagarparnir sett sér það markmið að vera komnir til Akureyrar á mánudag. Sundmenn frá ÍRB hafa þegar hafist handa við að safna áheitum fyrir förinni og eru Suðurnesjamenn beðnir fyrir því að taka vel á móti sundkrökkum í áheitasöfnun.

 

Ofurhugarnir sem leggja af stað í hjólaförina í fyrramálið heita Haraldur Hreggviðsson, Júlíus Friðriksson, Ingi Þór Einarsson og Klemenz Sæmundsson. Jón Kr. Magnússon verður yfirleiðsögumaður á birgðabíl þeirra félaga og mun hann sjá til þess að allt gangi eins og í sögu. Hópurinn leggur af stað frá Sundmiðstöðinni í Keflavík í fyrramálið kl. 07:00 að morgni til.

 

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024