Hjóla- og gönguæði hjá Grindavíkurbæ
45 starfsmenn bæjarins gerðu hreyfisamning.
Grindavíkurbær hefur gert hreyfisamninga við 45 starfsmenn til næstu fimm mánaða þar sem starfsmenn nýta sér vistvænar samgöngur eins og hjólreiðar eða göngu á leið til og frá vinnu og/eða til ferða á vegum vinnuveitanda. Hreyfisamningur 5000 á mánuði sem greiðist út mánaðarlega. Styrkur þessi er undanþeginn staðgreiðslu skv. reglum um skattmat vegna tekna manna tekjuárið 2014. Um tilraunaverkefni er að ræða í sumar.
Starfsfólk þarf að skila þarf inn hreyfidagbók til forstöðumanns í hverjum mánuði. Verkefnið fer vel af stað og er mikil ánægja ríkjandi meðal starfsfólks.
Í Grindavík eru kjöraðstæður fyrir starfsfólk að ganga eða hjóla til vinnu. Aðstæður í Grindavík eru þannig að tiltölulega stutt er á milli staða og ekki er miklum brekkum eða hæðum fyrir að fara. Mikið átak hefur verið unnið í gerð göngustíga, t.d. upp að Þorbirni, út í Þórkötlustaðahverfi og niður við höfn. Þessir stígar nýtast hjólreiðafólki jafn vel og þeim sem ganga sér til heilsubótar. Einnig hefur verið gert átak í því að auka öryggi í umferðinni og sérstaklega í kringum skólastofnanir og íþróttamannvirki. Allt er þetta liður í því að bæta umhverfis- og eða samgöngumál fyrir íbúa Grindavíkur.
Hjólað á milli stofnana bæjarins
Starfsfólki fjögurra stofnana hjá Grindavíkurbæ tækifæri til þess að fara á reiðhjóli á milli stofnana bæjarins þegar þeir þurfa að sinna erindum starfs síns vegna. Þetta er liður í því að hvetja starfsmenn til þess að leggja bílnum og nota hjól til að fara á milli staða. Vegalengdir á milli stofnanna Grindavíkurbæjar eru tiltölulega þægilegar fyrir þennan umhverfisvæna samgöngumála.
Keypt hafa verið fjögur reiðhjól í þetta tilraunaverkefni. Skylda er að nota hjálm og vesti þegar farið er á milli stofnana og er hver einasta ferð skráð niður í dagbækur til að sjá hversu notkunin er mikil til að meta áframhaldið á verkefninu.
Mikil ánægja er á meðal starfsfólks viðkomandi stofnana með þetta umhverfisvæna verkefni.