Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Þriðjudagur 6. ágúst 2002 kl. 10:32

Hjarta- og fjölskylduganga frá Reykjaneshöll

Landsamtök hjartaskjúklinga efna til árlegrar Hjarta- og fjölskyldugöngu um allt land laugardaginn 10. ágúst n.k. og er þetta í tólfta skiptið sem það er gert. Félag hjartasjúklinga á Suðurnesjum tekur eins og áður þátt í þessu átaki og verður gangan í Keflavík. Hefst hún við Reykjaneshöll kl. 14:00 laugardaginn 10. ágúst eins og áður sagði. Miðað er við að gengið verði í u.þ.b. hálfa til eina klukkustund og er fólk minnt að búa sig eftir veðri.Með árlegri hjartagöngu er vitaskuld verið að vekja athygli á því mikilvæga starfi sem Landsamtök hjartasjúklinga og félögin út um allt land inna af hendi og jafnframt að hvetja fólk til þess að stunda göngur reglulega.
Allir geta gerst félagar í samtökunum og er fólk eindregið hvatt til þess að gerast virkir félagar og leggja þannig mikilvægu starfi lið. Enginn veit hver næstur þarf á hjálp að halda.
Félagið okkar hér a´Suðurnesjum leggur nú aðaláherslu á að hér verði komið á fót sem allra fullkomnastri aðstöðu til endurhæfingar eftir hjartaaðgerðir.
Félagið færir Suðurnesjamönnum bestu þakkir fyrir velvilja og stuðning í fjáröflunum okkar.

Með hjartans kveðju.
stjórn FHS
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024