Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Hjálpum Jóa að finna Bínu
Miðvikudagur 18. apríl 2012 kl. 10:55

Hjálpum Jóa að finna Bínu


Jóhann Rúnar Kristjánsson borðtenniskappi varð fyrir því óhappi í gær að tapa dísarpáfagauknum Bínu út í sumarblíðuna. Bína slapp út um glugga skömmu eftir hádegi í gær. Eins og flestir vita notast Jóhann Rúnar við hjólastól og á því erfitt um vik að fara um í leit sinni að Bínu. Það er því biðlað til íbúa í Innri Njarðvík að hafa augun hjá sér ef Bína hefur komið í heimsókn. Hún er hins vegar fljót í förum og gæti allt eins verið komin í önnur hverfi Reykjanesbæjar.

Bína er dísarpáfagaukur og mjög mannelsk. Hún hefur fengið að vera laus hjá Jóhanni og setið á öxlum hans öllum stundum. Hún var hins vegar mjög vel fleyg og góða veðrið í gær og fuglasöngurinn úti hefur heillað hana og því hélt hún á vit ævintýra og ratar ekki heim.

Bína er grá með rauðar kinnar. Hún á heima á Akurbraut 18 í Innri Njarðvík og síminn hjá Jóhanni er 893 8947. Nú fara allir út að leita af Bínu og koma henni heim til sín, enda sárt saknað.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024