Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Hjálpræðisherinn gaf 100.000 kr. í Velferðarsjóð
Þriðjudagur 27. desember 2011 kl. 11:03

Hjálpræðisherinn gaf 100.000 kr. í Velferðarsjóð

Foringjar í Hjálpræðishernum komu færandi hendi með framlag í Velferðarsjóðinn, nú á þriðja degi jóla. Hermenn Hjálpræðishersins og sjálfboðaliðar hafa staðið víða um borg og bý á aðventunni og safnað frjálsum framlögum. Hluti söfnunarinnar rennur í Velferðarsjóðinn, eða kr. 100 þúsund. Á myndinni eru þau Wouter og Ester van Gooswilligen ásamt börnum sínum með sóknarprestinum, sr. Skúla þar sem þau afhenda þessa myndarlegu gjöf.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Mikill hugur hefur verið í fólki og samtökum á Suðurnesjum í aðdraganda jólanna og hafa fjölmargir komið í kirkjuna með gjafir sínar og framlög. Ástæða er til þess að þakka þetta framlag af heilum hug enda nýtist það vel þeim sem minna mega sín í samfélagi okkar, segir í tilkynningu frá Velferðarsjóði Suðurnesja.