Atnorth
Atnorth

Mannlíf

Hjálmar undir hnífinn
Laugardagur 7. mars 2009 kl. 16:54

Hjálmar undir hnífinn

- bæjarstjórinn fékk klippingu

Hjálmari Árnasyni skólamanni hjá Keili á Vallarheiði var skellt undir hnífinn í gærmorgun. Aðgerðin var stutt og Hjálmar stóð upp sem nýrakaður maður. Á sama tíma var skærum og öðrum hárgreiðslutólum beitt á Árna Sigfússon bæjarstjóra Reykjanesbæjar. Tilefnið var formleg opnun á hárgreiðslustofunni Fimir fingur á Vallarheiði. Stofan er sú fyrsta sem opnar í gömlu herstöðinni eftir að herinn fór. Þar verður hægt að fá hermannaklippingar, en flestir kjósa þó hefðbundnari hárgreiðslu.
Fimir fingur eru í sama húsi og veitingastaðurinn Langbest á Vallarheiði, við Keilisbrautina og í næsta húsi við Listasmiðjuna og nýopnað tómstundatorg. Fimir fingur eru opnir alla virka daga.

Bílakjarninn
Bílakjarninn


Myndirnar tók Hilmar Bragi við formlega opnun hjá Fimum fingrum í gær. Hjálmar kominn undir hnífinn og Árni bæjarstjóri fékk hársnyrtingu að hætti hússins.