Hjálmar spila á gömlu herstöðinni
Stórtónleikar verða haldir í Andrew’s Theatre á Vallarheiði á morgun þegar Suðurnesjasveitirnar Hjálmar og Klassart leika fyrir gesti. Báðar eru þær meðal athyglisverðustu hljómsveita landsins þessa dagana, Hjálmar gefa út sína þriðju breiðskífu, Ferðasót, innan tíðar eftir mannabreytingar, en Klassart hefur fengið óhemjugóða dóma fyrir sína fyrstu plötu, Bottle of Blues, sem kom út fyrr á árinu.
Tónleikarnir eru á vegum útskriftarhóps Fjölbrautaskóla Suðurnesja, í samstarfi við Landsbankann og Nemendafélag FS.
Húsið opnar kl. 19 og er miðasalan við innganginn. Verði hefur verið stillt í hóf og er 2000 kr. Dagskráin hefst stundvíslega kl. 20 þegar Klassart stígur á stokk og eftir að þau hafa lokið sinni dagskrá taka Hjálmar við.
Mynd/Gúndi