Hjálmar kvaddur í Garði
 Kveðjusamsæti var haldið á Flösinni, Garðskaga fyrir nokkru. Tilefnið var að kveðja Hjálmar Kristinsson sem séð hefur um akstur fatlaðra nemenda síðan 1995 en hefur nú látið af störfum. Nemendur og foreldrar þeirra auk bæjarstjóra kvöddu Hjálmar með gjöfum, þakklæti og góðum kveðjum.
Kveðjusamsæti var haldið á Flösinni, Garðskaga fyrir nokkru. Tilefnið var að kveðja Hjálmar Kristinsson sem séð hefur um akstur fatlaðra nemenda síðan 1995 en hefur nú látið af störfum. Nemendur og foreldrar þeirra auk bæjarstjóra kvöddu Hjálmar með gjöfum, þakklæti og góðum kveðjum.Á heimasíðu sveitarfélagsins Garðs segir að Hjálmar sé elskaður af skjólstæðingum sínum og aðstandendum þeirra. Eitt foreldrið sagði í kveðjuræðu sinni að Hjálmar væri ekki bara venjulegur bílstjóri heldur hefði hann veitt persónulega þjónustu, verið þolinmóður og sérstaklega góður við börnin.
Af vefsíðu Garðs


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				