Hittast og hlæja saman
Árný, Ásdís, Bína, Ella, Eygló og Svala hittast á Bókasafni Reykjanesbæjar þrisvar í viku. „Við erum allar komnar á eftirlaun og viljum stytta okkur stundir, hittast og hlæja saman. Það er svo gott fyrir sálina. Við hugsum um hver aðra. Ef ein mætir ekki þá athugum við hvort allt sé í lagi. Þetta finnst konunum gott og gefur þeim öryggistilfinningu,“ segir Eygló og Árný bætir við: „Einhverjar eru ennþá með karla heima en koma þá hingað ef þeir eru leiðinlegir.“
Þær eiga góða stund saman þar sem farið er yfir hin ýmsu mál auk þess sem þær borða saman. Þær byrjuðu á þessu fyrir þremur árum og síðan hefur hópurinn stækkað.
Ítarlegra viðtal er við þær stöllur í prentútgáfu Víkurfrétta sem kom út í vikunni og er dreift miðvikudag og fimmtudag.
Hægt er að nálgast rafræna útgáfu hér.