Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Hip-hop tónleikar í Fjörheimum til styrktar rannsóknum á arfgengri heilablæðingu
Miðvikudagur 13. apríl 2011 kl. 11:42

Hip-hop tónleikar í Fjörheimum til styrktar rannsóknum á arfgengri heilablæðingu

Styrktarkvöld verður haldið á morgun í Fjörheimum að Hafnargötu 88 í Reykjanesbæ til styrktar einstaklingum með arfgenga heilablæðingu. Þær sem halda kvöldið eru þær Aðalheiður Ásdís og María Ósk, en María hefur sjálf verið greind með arfgenga heilablæðingu og hafa þær þar af leiðandi verið að reyna að styrkja málefnið og efla vitund þess meðal almennings. Hér má nálgast upplýsingar um atburðinn á facebook.

Stúlkurnar tvær hafa unnið hörðum höndum að því að fá vinsæla og skemmtilega listamenn í lið með sér en kynnir kvöldsins er Ástþór Óðinn.

Fram koma:
Orri Eir
Þriðja hæðin
Bjartur Elí
Karen Páls
Mollý
Birgir Örn
Kristmundur Axel
Daniel Alvin
Júlí Heiðar
Óskar Axel

Húsið opnar kl. 19:00 en tónleikarnir sjálfir hefjast kl. 20:00 og munu standa til 23:00. Á staðnum verða seldar pizzur, gos, sælgæti og fleira og rennur allur ágóði beint til styrktar rannsóknum á arfgengri heilablæðingu.

Einnig verður fatamarkaður á staðnum með fötum sem þær stúlkur hafa verið að safna að sér og er hægt að fá 5 flíkur á 1500 kr. Eins og fram kemur er margt í boði og því tilvalið fyrir þá sem hafa áhuga á góðri hip-hop tónlist að láta þessa tónleika ekki framhjá sér fara. Þetta er áfengis– og vímuefnalaus skemmtun.

Til að útskýra þennan sjúkdóm þá er hann séríslenskur erfðasjúkdómur sem stafar af stökkbreytingu á ákveðnu geni og getur þ.a.l. leitt til heilablæðingu og er því þörf á að upplýsa almenning um þennan sjúkdóm og styrkja rannsóknir á honum.

Hér er svo reikningsnúmer fyrir frjáls framlög til styrktar málefninu:


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

rkn: 1195-26-41000
Kt: 660286-1369


Mynd/Sæunn Sæmundsdóttir: Njarðvíkingurinn og rapparinn Ástþór Óðinn verður kynnir kvöldins.