Hinir Guðdómlegu Neanderdalsmenn með útgáfutónleika
Hljómsveitin hinir Guðdómlegu Neanderdalsmenn ætla í tilefni að útgáfu fyrstu hljómplötu sinnar: Fagnaðarerindinu, að bjóða Suðurnesjamönnum á tónleika á skemmtistaðnum Paddy´s sunnudaginn 8.júlí næstkomandi kl 22: 00.
Hljómsveitin mun leika Fagnaðarerindið eins og það leggur sig og slá ekki slöku við fyrr en allir eru ánægðir. Hljómsveitin Fjarkarnir mun sjá um að opna tónleikana og leika þeir efni af væntanlegri hljómplötu sinni: Bréf til Skrímslavarðar.
Á staðnum verðu að sjálfsögðu hægt að næla sér í eintak af Fagnaðarerindi hinna Guðdómlegu Neanderdalsmanna á kostakjörum kr 1000.