Himnesk hollusta með Sollu
Framhaldsnámskeið verður í grænni matreiðslu með Sollu á Grænum kosti, í Púlsinum í Sandgerði, fimmtudagskvöld 23.september klukkan 19. Þar kennir Solla hvernig á að útbúa allskonar rétti úr tofu, próteinríka hristinga og hollustu hristinga, dásamleg buff og himneskar fitusnauðar sósur, grænmetisbökur og sykurlausar súkkulaðikökur, svo eitthvað sé nefnt. Þetta námskeið er upplagt fyrir fólk sem hefur verið á byrjendanámskeiði hjá Sollu eða er vant grænni matargerð.