Heyannir í Grindavík
Grindvískir bændur hafa nýtt blíðviðrið síðustu daga til heyskapar enda hefur grasspretta verið með ágætum. Fjölmargir einstaklingar stunda fjárbúskap þó í litlum mæli sé en einnig eru nokkrir einstaklingar sem halda hátt í 100 fjár.
Þurrkurinn sem verið hefur undanfarna daga var því kærkominn til að hægt væri að heyja og ef að líkum lætur mun takast að slá og hirða alla slægju að þessu sinni.
Víkurfréttir: Þorsteinn Gunnar Kristjánsson