Hestar í rólegheitum
Þau voru róleg hrossin sem lágu makindalega í garði í útjaðri Grindavíkur í dag. Hrossin létu sér fátt um finnast þó blaðamaður Víkurfrétta spígsporaði á götunni við hlið þeirra, enda veðrið gott og virtust þau njóta þess að sleikja sólargeislana. Annað hrossið velti sér í rólegheitum, svona rétt til að minna blaðamann á það að hve þeim liði vel, enda nóg að bíta hjá þeim. Hrossin voru á járnum og hver veit nema þeim verði riðið í kvöld.