Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Mánudagur 19. apríl 2004 kl. 15:35

Herrakvöld UMFN um helgina

Herrakvöld verður haldið á vegum Körfuknattleiksdeildar UMFN föstudaginn 23. Apríl,  í STAPA í Njarðvík. Fjörið verður með hefðbundnu sniði og hefst veislan kl. 19.30 með fordrykk. Boðið verður upp á glæsilegt steikar-veisluborð í umsjá Haraldar Helgasonar. Veislustjóri kvöldsins verður Reynir Sveinsson úr Sandgerði, og ræðumaður Reynir Traustason blaðamaður og rithöfundur. Breiðbandið og Pétur Jóhann Sigfússon munu mæta í hús og skemmta mönnum. Uppboð verður haldið undir stjórn uppboðshaldara, happadrætti og fleiri skemmtiatriði .
Nú er um að gera að tryggja sér miða sem fyrst, því búist er við fjölmenni. Aðgangseyrir er  aðeins 3500 kr.  Vinsamlegast hringið sem fyrst og pantið miða í síma eftir kl 17 hjá Hafsteini í 421-5421 (691-7337), Valþóri í 421-6058 (697-9797), Halldóru í 421-6058 (696-5520), Kristjáni í 421-1506 ( 893-4096) og . Árna Brynjólfi í síma 421-7223 (862-0364). Áríðandi er að tilkynna þátttöku fyrir 20.apríl til að ákveða fjölda matargesta.
Kær kveðja, Stjórn körfuknattleiksdeildarinnar í Njarðvík.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024