Herrakvöld UMFN á föstudaginn
Herrakvöld körfuknattleiksdeildar UMFN verður haldið í Safnaðarheimilinu í Innri-Njarðvík næstkomandi föstudagskvöld, 17. apríl.
Húsið verður opnað kl. 19:30 með fordrykk og borðhald hefst klukkan 20:30.
Veislustjóri verður Róbert Marshall, sem eflaust mun kitla hláturtaugar viðstaddra með sínum alkunna húmor.
Á dagskrá verður m.a. uppboð og happadrætti sem ávallt hefur verið vinsælt á herrakvöldunum.