HERRAKVÖLD KNATTSPYRNUDEILDAR
Föstudaginn 22. október stendur Knattspyrnudeild Keflavíkur fyrir herrakvöldi í KK-sal. Boðið verður uppá fiskihlaðborð á vegum Glóðarinnar og Langbest, ræðumann kvöldsins,happadrætti, uppboð og óvæntar uppákomur. Húsið opnar klukkan 19:30 og er miðaverð 3500 krónur. Hægt er að nálgast miða á skrifstofu Knattspyrnudeildar Keflavíkur í sundkjallara eða panta miða í síma 421-5388 eða 698-5352 eða í Einar í síma 421-4535 og 861-2031. Allir sannir karlmenn eru hvattir til að mæta og sýna stuðning og tryggð við sitt félag.Knattspyrnudeild Keflavíkur