Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Herrakvöld Keflavíkur 2011
Miðvikudagur 23. febrúar 2011 kl. 10:02

Herrakvöld Keflavíkur 2011

Knattspyrnudeild Keflavíkur verður með sitt árlega herrakvöld laugardaginn 26. febrúar í Stapanum Reykjanesbæ. Að þessu sinni verður boðið upp á sjávarréttahlaðborð og það er meistarakokkurinn Örn Garðarsson sem galdrar fram dýrindis rétti.

Veislustjóra kvöldsins þarf vart að kynna en það er enginn annar en Sveinn Waage. Ræðumaður kvöldsins er Sigurður Grétar Sigurðsson sóknarprestur í Útskálakirkju.

Málverkauppboðið og happdrættið verður á sínum stað en óhætt að segja að bæði uppboðið og happdrættið verður sérlega veglegt þetta árið.

Miðaverð er aðeins 5.000 kr sem telst ekki vera mikið þessa dagana. Húsið opnar klukkan 19:00 og borðhald á slaginu 20:00.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024