Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Herrakvöld GS í kvöld – Henson og fleiri góðir gestir
Föstudagur 27. nóvember 2009 kl. 13:27

Herrakvöld GS í kvöld – Henson og fleiri góðir gestir

Herrakvöld Golfklúbbs Suðurnesja verður haldið í golfskálanum í Leiru í kvöld en þetta er árlegt fjáröflunarkvöld hjá klúbbnum. Að venju verður glæsilegt sjávarréttahlaðborð í boði en klúbburinn á marga vini sem tengjast sjávarútvegi og þeir gefa klúbbnum allan fisk sem framreiddur er á kvöldinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Auk hins ljúfa matar verður vegleg dagskrá sem Halldór (Henson) Einarsson, Valsari og viðskiptamaður mun stýra en Henson er þekktur fyrir skemmtilega veislustjórn. Sigurður Ingi Jóhannsson, oddviti framsóknarmanna í Suðurkjördæmi verður ræðumaður kvöldsins en hann er dýralæknir og þykir með skemmtilegri mönnum á suðurlandi. GS hefur alla tíð verið með happdrætti og uppboð en nú skal það fyrrnefnda gert með stæl og verða um fimmtíu vinningar í boði, m.a. tveir Evrópufarmiðar með Icelandair en einnig margir aðrir veglegir vinningar. Lífskúnsterinn, tónlistarmaðurinn og lisamaðurinn Guðmundur Rúnar Lúðvíksson mun mæta með hljómsveit í golfskálann og leika nokkur lög fyrir herrakvöldsgesti.

Undanfarin ár hefur verið góð mæting á þetta árlega sjávarréttakvöld GS og er ekki von á breytingum í þeim efnum. Nokkrir miðar eru lausir og þeir sem hafa áhuga á næla sér í þá geta hringt í Gunnar í s. 846-0666 eða Pál í síma 893-3717.