Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Herra- og konukvöld Njarðvíkur um helgina
Föstudagur 2. nóvember 2012 kl. 09:51

Herra- og konukvöld Njarðvíkur um helgina

Herra- og konukvöld UMFN verða haldin með látum um komandi helgi. Kvöld þessi hafa í gegnum árin verið gríðarlega vinsæl og stefnir í að engin breyting verði á þetta árið. Undirbúningsvinna hefur staðið yfir síðan í byrjun október og mikil vinna farið í að gera kvöldin bæði sem veglegust.

Á föstudaginn hefst leikur með herrakvöldinu þar sem að húsið opnar kl 19:30 og borðhald hefst þar hálftíma síðar. Gunnar á Völlum mun stýra veislunni hjá körlunum en þar er á ferð einkar lunkinn drengur sem hefur farið á kostum í hinum ýmsu miðlum á síðustu árum. Ræðumaður kvöldsins kemur úr þungavigtarflokki en þar er á ferðinni Gunnar Örn Örlygsson (Görl fyrir þá sem fylgdust með AlþingiTV). Eyþór Ingi  mun svo rífa í míkrafóninn og syngja nokkur vel valinn "karla lög"

Konurnar taka svo við salnum á laugardagskvöldinu og þar verður stuðið alls ekki öllu síðri. Jón Ólafsson (þó ekki vatnskóngurinn) mun stýra þeirri veislu af sinni alls kunnu snilld og án nokkurs vafa kítla hláturtaugar og gera stólpa grín af sínu eigin kyni ef hann þekkist rétt. Tískusýning verður frá fatamerkinu DÍS sem er al-njarðvíks hönnun eftir Snædísi Guðmundsdóttir. Á matseðlinum verða mexikósk súpa, kjúklingasalat og gómsæt súkkulaði kaka í eftirrétt. Um kvöldið mun svo súkkulaðið halda áfram því Davíð Sveinsson mun ásamt félögum halda uppi stemmningu frameftir með söng fyrir dömurnar. Tvö óvænt atriði munu svo líta dagsins ljós og þar hefur orðið á strætinu sagt að rússnensku Eurovision fararnir ætli að stíga á stokk og fara með limrur.

Herlegheitin verða í Safnaðarheimilinu í Innri Njarðvíkurborg og miðaverð er 5900 kr og miðapantanir fara fram í síma 8927773 (Pálínu stuðbolta) og/eða í netfanginu [email protected].

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024