Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fimmtudagur 31. maí 2001 kl. 09:04

Hermann á mynd mánaðarins

Listamaður júnímánaðar er Hermann Árnason en verk hans verður afhjúpað 1. júní nk. Þetta er áttunda verkið í kynningarátaki Markaðs- og atvinnumálaskrifstofu Reykjanesbæjar á myndlistarmönnum bæjarins.
Verkið verður til sýnis í Kjarna, Hafnargötu 57 allan mánuðinn og fer síðan yfir á Hótel Keflavík og verður þar út júlímánuð. Enn er hægt að sjá verk maímánaðar eftir Ástu Árnadóttur á Hótel Keflavík.
Hermann er fæddur í Keflavík 5. maí 1960 og hefur búið þar meira og minna alla æfi. Hann er sjálfmenntaður í myndlist en hefur sótt námskeið víða. Hann sótti m.a. námskeið sem haldin voru á vegum Baðstofunnar (áhugamannafélag um myndlist) á árunum 1980 – 82. Hermann hefur haldið 3 einkasýningar og tekið þátt í einni samsýningu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024