Herdís Egilsdóttir heimsótti börnin á uppskeruhátíð
Uppskeruhátíð Sumarlesturs bókasafn Reykjanesbæjar fór fram í dag og fengu börn viðurkenningar fyrir lestur. Svanhildur Eiríksdóttir, deildarstjóri barna- og unglingastarfs á bókasafninu, afhenti börnunum viðurkenningarnar og hrósaði þeim fyrir árangurinn.
Herdís Egilsdóttir, kennari og rithöfundur, las fyrir börnin úr nýjustu bók sinni um Siggu og Skessuna í fjallinu. Í þeirri bók koma fyrir kennileiti sem börn á Suðurnesjum kannast við eins og listaverkið þotueggið og Bláa lónið og að sjálfsögðu nýja heimili skessunnar hellirinn við smábátahöfnina.
Herdísi þykir afskaplega vænt um skessuna sína sem vill bara hjálpa til og gerir engum mein. Hún sagðist vera orðin nátengdari Reykjanesbæ eftir að skessan flutti í bæjarfélagið og átti von á að koma hingað oftar.
Myndir-VF/IngaSæm
Herdís hefur kennt fimm til átta ára börnum við skóla Ísaks Jónssonar allan kennaraferil sinn síðan hún útskrifaðist úr kennaraskólanum eftir 1950. Herdís hefur gefið út bækur, sjónvarpsefni og leikrit fyrir börn. Hún hefur gott lag á að segja börnunum sögur og náði að fanga athygli barnanna og hreyf þau með sér í ævintýrið um Siggu og skessuna.