Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

  • Hér kaupir þú miða á Dirty Dancing
  • Hér kaupir þú miða á Dirty Dancing
Fimmtudagur 20. febrúar 2014 kl. 09:32

Hér kaupir þú miða á Dirty Dancing

– Söngleikurinn Dirty Dancing verður frumsýndur í Andrews í kvöld.

Söngleikurinn Dirty Dancing verður frumsýndur í Andrews menningarhúsinu í kvöld kl. 20 og verður sýndur samtals fimm sinnum næstu daga. Í Víkurfréttum í dag er sagt að miðasala sé á Miði.is sem er alls ekki rétt. Miðasölu má nálgast með því að smella á þennan tengil.

Þessi frábæra saga verður frumsýnd 20. febrúar á fjölum Andrew’s theatre á einungis einni viðamikilli sýningarhelgi – ekki missa af þessu! Leikur, söngur og dans er kokteill sem að gleður alla og eftir hálfs árs undirbúning þá er mikil eftirvænting fyrir því að afhjúpa verkið fyrir áhorfendum.

Leikverkið er byggt á samnefndri kvikmynd frá árinu 1987 sem skaut Patrick Swayze upp á stjörnuhimininn svo um munaði. Sagan segir frá Lillu sem að fer ásamt fjölskyldu sinni á sumarhótel árið 1963. Þar kynnist hún óvænt starfsfólkinu á svæðinu og dregst inn í atburðarás sem breytir lífi hennar til frambúðar. Rómantíkin bankar á dyrnar og Lilla fellur kylliflöt fyrir aðaldansaranum honum Jonna.

Þrátt fyrir djarfan titil, Dirty Dancing, þá er sýningin fyrir alla aldurshópa.

Uppsetningin í ár er upphafið að árlegum viðburði. Skólinn er yfirfullur af hæfileikafólki þar sem dansnám, tónlistarnám, söngur og leiklist er partur af áralangri tómstundaþjálfun nemenda skólans. Nú fær fólkið að láta ljós sitt skína og auðgar þetta ekki bara félagslífið í skólanum heldur er þetta stór viðbót í viðburðalífið hjá Suðurnesjamönnum.

Aðeins ein pökkuð sýningarhelgi verður í boði og skal því ekki bíða boðanna heldur kaupa miða strax hér á vefsíðunni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024