Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Heppna dóttirin vann Icelandair gjafabréf í Jólalukkunni
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
mánudaginn 16. desember 2019 kl. 10:43

Heppna dóttirin vann Icelandair gjafabréf í Jólalukkunni

„Ég sagði við dóttur mína að hún væri alltaf svo heppin og sagði henni að skafa af miðunum sem hún og gerði. Það kom á daginn. Hún er greinilega heppin,“ segir Kristín Ósk Wium en hún og dóttir hennar, Sesselja Ósk duttu í Jólalukku-pottinn þegar þær voru að gera innkaup í Nettó á Iðavöllum í Keflavík í gær. Þær mæðgur eru á leið í háloftin því þær fengu Icelandair gjafabréf að upphæð 50 þúsund krónur en sjö slík gjafabréf eru í Jólalukku Víkurfrétta 2019.

„Þetta kemur sér vel því við ætluðum að fara eitthvað út á árinu því stelpan er að fermast,“ sagði móðirin ánægð.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Tuttugu verslanir á Suðurnesjum bjóða Jólalukku VF í ár en þeir sem versla fyrir meira en 6 þúsund krónur hjá þeim fá Jólalukku-skafmiða.

Þeir sem fá miða með engum vinningi á eru hvattir til að skila þeim í verslanir Nettó í Krossmóa, Iðavöllum eða Grindavík. Þrír útdrættir verða til jóla þar sem fjöldi glæsilegra vinninga er í boði.