Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Hengdu heimatilbúið jólaskraut á gjafatré Flughótels
Þriðjudagur 15. desember 2009 kl. 11:11

Hengdu heimatilbúið jólaskraut á gjafatré Flughótels


Börnin á leikskólanum Holti voru mætt á Flughótel í morgun til að skreyta hið svokallaða gjafajólatré, sem hefð er orðin fyrir að setja upp í salarkynnum hótelsins á aðventunni. Undir jólatréð er hægt að setja jólapakka sem úthlutað verður til þeirra sem á þurfa að halda en úthlutunina annast Velferðarsjóður Suðurnesja.

Starfsfólk Flughótels hafa þegar sett fyrstu pakkana undir tréð. Auk þess gefur starfsfólkið ákveðna upphæð úr starfsmannasjóðnum  í Velferðarsjóðinn og Flughótel gefur sömu upphæð. Tekið verður á móti jólapökkum undir tréð fram til þriðjudagsins 21. desember.

Krakkarnir á Holti voru greinilega komin í jólaskapið og höfðu sjálf útbúið jólaskrautið sem þau hengdu á tréð í morgun.

Ellert Grétarsson tók þessar myndir við þetta tækifæri.



Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024