Hélt að brosið ætlaði heilan hring á andlitinu á mér
Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir nýkrýnd fegurðardrottning Suðurnesja var að vonum ánægð með glæsilegan árangur í fegurðarsamkeppni Suðurnesja sem fram fór sl. laugardag í Bláa lóninu. Hún sagði að tilfinningin hefði auðvitað verið rosalega góð. „Ég hélt að brosið ætlaði heilan hring á andlitinu á mér. Þetta var alveg frábært“, sagði Steinunn í samtali við Víkurfréttir. Steinunn sagði að kvöldið hefði verið alveg yndislegt. „Bæði Bláa lónið og aðstandendur keppninnar stóðu mjög vel að þessu og ég held að veislugestir ásamt okkur stelpunum hafi allir skemmt sér konunglega. Ég verð að viðurkenna að þetta var öðruvísi en ég bjóst við. Mér fannst þetta skemmtilegt og auðvitað líka fyrst það gekk vel. Mig langar líka að
þakka öllum sem studdu við bakið á mér, ég er rosalega þakklát fyrir stuðninginn.
Hin sígilda spurning Steinunn, bjóstu við þessu?
„Það er rosalega erfitt að spá fyrir um úrslit í svona keppnum. Það fer algjörlega eftir því hverju dómararnir eru að leita af hverju sinni. Þannig að ég held að engin búist við að vinna í svona keppni, ég reyndi bara að vera ég sjálf og brosa og krossaði svo fingur fyrir því að það væri nóg“.
Hvernig var stemningin í hópnum?
„Stemningin var fín baksviðs hjá okkur stelpunum, það fór mjög vel um okkur milli atriða.Við hlustuðum á góða tónlist, spjölluðum saman og „peppuðum“ hvor aðra upp“.
Hvað var gert eftir krýninguna?
„Eftir krýninguna fórum við ásamt ættingjum og vinum heim til tengdaforeldra minna, en þau voru svo yndisleg að bjóða heim til sín. Það var alveg frábært að hitta alla í ró
og næði og vera í góðra vina hópi“.
Hvernig hafa síðustu dagar verið?
„Síðustu dagar hafa nú verið ansi annasamir og ég náði bara fimm klukkutíma svefni fyrstu nóttina því síminn byrjaði að hringja eldsnemma morguninn eftir. Annars fer þetta allt að róast á næstu dögum“.
Hvað er svo næst á dagskrá?
„Næst á dagskrá er langur og strangur próflestur í Háskóla Íslands. Ég byrja í prófum eftir rúma viku og það er nóg að lesa fyrir þau. Eftir páska byrjar svo undirbúningur fyrir Ungfrú Ísland sem verður 23. maí“.
þakka öllum sem studdu við bakið á mér, ég er rosalega þakklát fyrir stuðninginn.
Hin sígilda spurning Steinunn, bjóstu við þessu?
„Það er rosalega erfitt að spá fyrir um úrslit í svona keppnum. Það fer algjörlega eftir því hverju dómararnir eru að leita af hverju sinni. Þannig að ég held að engin búist við að vinna í svona keppni, ég reyndi bara að vera ég sjálf og brosa og krossaði svo fingur fyrir því að það væri nóg“.
Hvernig var stemningin í hópnum?
„Stemningin var fín baksviðs hjá okkur stelpunum, það fór mjög vel um okkur milli atriða.Við hlustuðum á góða tónlist, spjölluðum saman og „peppuðum“ hvor aðra upp“.
Hvað var gert eftir krýninguna?
„Eftir krýninguna fórum við ásamt ættingjum og vinum heim til tengdaforeldra minna, en þau voru svo yndisleg að bjóða heim til sín. Það var alveg frábært að hitta alla í ró
og næði og vera í góðra vina hópi“.
Hvernig hafa síðustu dagar verið?
„Síðustu dagar hafa nú verið ansi annasamir og ég náði bara fimm klukkutíma svefni fyrstu nóttina því síminn byrjaði að hringja eldsnemma morguninn eftir. Annars fer þetta allt að róast á næstu dögum“.
Hvað er svo næst á dagskrá?
„Næst á dagskrá er langur og strangur próflestur í Háskóla Íslands. Ég byrja í prófum eftir rúma viku og það er nóg að lesa fyrir þau. Eftir páska byrjar svo undirbúningur fyrir Ungfrú Ísland sem verður 23. maí“.