Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Helst til of stuttur ljósmyndari!
Fimmtudagur 17. júní 2004 kl. 23:21

Helst til of stuttur ljósmyndari!

Þegar mikið stendur til þá eru kallaðir til atvinnuljósmyndarar með öll sín tæki og tól. Fyrr í dag var hátíðleg stund í Keflavíkurkirkju þegar útskrifaðir voru 17 nemendur úr fjarnámi við Háskólann á Akureyri. Þá var sannkölluð atvinnuljósmyndarastund. Oddgeir Karlsson var mættur með græjurnar inn á kirkjugólfið. Regnhlífin var spennt upp og sett á leifturljósið sem síðan var sett í efstu stöðu. Þrífóturinn tekinn fram og lappirnar dregnar eins langt út og þær náðu. Ljósið tengt við myndavélina og hún sett á þrífótinn. Hópurinn kominn á sinn stað með rektor og aðra háttsetta í fremstu röð. Ljósmyndarinn kom sér fyrir fyrir aftan myndavélina. Úps! Hann náði ekki alveg upp til að kíkja í gatið. Þá er bara að tilla sér á tá (sjá mynd) og segja sís! Spurning hvort ljósmyndarinn hafi átt að draga lappirnar á þrífætinum alveg svona langt út? Hann man það bara næst, því Háskólinn á Akureyri æltar að halda áfram að útskrifa fólk á Suðurnesjum og því verður aftur stund fyrir atvinnuljósmyndara...

Ljósmyndir: Hilmar Bragi Bárðarson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024