Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Helgin mín „Verð vonandi tveimur titlum ríkari“
Föstudagur 25. febrúar 2011 kl. 11:53

Helgin mín „Verð vonandi tveimur titlum ríkari“

Sigurður Dagur Sturluson er 16 ára gamall körfuknattleiksmaður úr Njarðvík. Helgin verður annasöm hjá Sigurði Degi þar sem hann mun ásamt Njarðvíkingum taka þátt í tveimur bikarúrslitaleikjum, á laugardeginum með 11. flokki á móti KR-ingum og með drengjaflokki á sunnudeginum gegn liði FSU. Sigurður Dagur sem leikur stöðu bakvarðar er hluti af feikiöflugum 94´árgangi Njarðvíkur en þeir eru ríkjandi Íslands - og bikarmeistarar en einnig var Sigurður leikmaður Norðurlandameistaraliðs Íslands U-16 ásamt fleiri strákum frá Njarðvík. 93´árgangurinn sem Sigurður Dagur leikur einnig með er ekki síður öflugur en þeir eru ríkjandi Íslands - og bikarmeistarar. Sigurður Dagur stundar nám við Verzlunarskóla Íslands á viðskiptabraut en hann stefnir að því í framtíðinni að komast erlendis og stunda nám samhliða körfuboltanum. Hann hefur mikinn áhuga á tónlist og flestum íþróttagreinum og í sumar vonast hann til þess að ná sér í góða vinnu og að sjálfsögðu ætlar hann að æfa á fullu enda metnaðurinn mikill hjá pilti. Við fengum Sigurð til að segja okkur aðeins frá helginni sem er að ganga í garð.

Bikarhelgi að Ásvöllum

„Þetta er ósköp venjulegur föstudagur hjá mér, ég vakna snemma og fer í skólann, seinna um daginn er það svo skotæfing með liðinu. Ég hef það svo bara rólegt með vinum um kvöldið. Annars er aðalmálið bara að fá góðan svefn fyrir stærsta leik ársins daginn eftir.“

Höfum vonandi tilefni til að fagna um kvöldið


„Laugardagurinn byrjar snemma hjá mér, liðið hittist heima hjá mér í mat og við komum okkur í gírinn fyrir leikinn.
Síðan er ferðinni heitið í Hafnarfjörð að Ásvöllum, þar eigum við leik við KR klukkan 14:00. Vonandi höfum við tilefni til þess að fagna á laugardagskvöldið, en það verður samt sem áður rólegt, þar sem það er annar úrslitaleikur á sunnudaginn.“

Ætlar sér að njóta helgarinnar sama hvernig fer


„Á sunnudaginn hittist drengjaflokkurinn mjög líklega einhvers staðar, fáum okkur mat og gerum okkur tilbúna en við eigum síðan leik við FSU klukkan 16:00 á Ásvöllum. Sama hvernig fer ætla ég að njóta helgarinnar, vonandi tveimur titlum ríkari,“ sagði Sigurður Dagur að lokum en við hvetjum aðdáendur körfuknattleiks til að líta við á Ásvelli en ýmsir flokkar af Suðurnesjum munu leika til úrslita í bikarkeppni KKÍ þar um helgina. Hér að neðan má sjá dagskrá helgarinnar.

Laugardagur
kl. 12:00 - 10. flokkur kvenna
Keflavík -- Njarðvík

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

kl. 14:00 - 11. flokkur drengja
Njarðvík/Grindavík -- KR

Sunnudagur

kl. 10:15 - 9. flokkur kvenna
Grindavík -- Keflavík

kl. 16:00 - Drengjaflokkur
FSu -- Njarðvík

Myndir úr einkasafni Sigurðar Dags.