Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Helgin mín: Líflegt blót
Föstudagur 13. janúar 2012 kl. 15:16

Helgin mín: Líflegt blót

Njarðvíkingnum Jóni Birni Ólafssyni á sjálfsagt ekki eftir að leiðast að grilla nokkra vel valda Keflvíkinga á Laugardagskvöld. Þá tekur Jón að sér veislustjórn á Þorrablóti fótbolta- og körfuboltadeildanna hjá Keflavík. Við fengum Jón til að segja okkur hvað hann ætlaði sér að gera um helgina.

Föstudagur, þrettándi dagur mánaðarins


Dagurinn í dag er helgaður andlegum undirbúningi fyrir stóran laugardag og ég geri ráð fyrir því að þessi undirbúningur standi langt fram á kvöld. Þriggja ára dóttir mín fer nefnilega á fimleikaæfingu strax kl. 09:00 á laugardasmorgun og þá er vissara að vera klár í slaginn!

Fær 200 stóra fyrir giggið

Á laugardagskvöld verð ég svo veislustjóri á þorrablóti knattspyrnu- og körfuknattleiksdeildar Keflavíkur og það gæti orðið þrautinni þyngra að rífa sig í gang eftir álag fimleikaæfingarinnar. Keflvíkingar eru hvergi bangnir og höfðu samband við mig fyrir nokkru síðan og báðu mig fyrir þessum starfa á þorrablótinu sínu. Ég krafði þá um 200.000,- kr. fyrir ,,giggið“ en fékk það svo skriflegt í gær frá undirbúningsnefnd blótsins að þetta yrði greitt með bros á vör ef ég slyppi lifandi frá þessu. Að öllu gamni slepptu þá verður þetta lífleg helgi og vonandi að blótið takist vel til enda stór hópur búinn að leggja á sig mikla vinnu til að þetta megi verða sem best úr garði gert.

Ég held að það sé enn hægt að verða sér úti um miða á þorrablótið en nú fer hver að verða síðastur. Flott dagskrá er framundan þar sem Magnús Þórisson hjá Réttinum mun sjá um þorramatinn, Eldar taka lagið, U2 messan verður á sínum stað, Rúnar Hannah ætlar að lesa fólki pistilinn og Alli diskó lokar teitinu undir morgun. Þarna inn á milli fá svo valinkunnir einstaklingar létta yfirhalningu og þá einkum og sér í lagi gömlu vinnufélagarnir á Víkurfréttum.

Markmiðið er svo að hafa það gott með fjölskyldunni á sunnudag, hver veit nema sundferð eða heimsókn í kvikmyndahúsin verði fyrir valinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024