Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Helgin mín: Fer með útlendinga um Suðurnesin
Laugardagur 24. september 2011 kl. 09:42

Helgin mín: Fer með útlendinga um Suðurnesin



Hjördís Árnadóttir, félagsmálastjóri Reykjanesbæjar stendur í stórræðum um helgina. Á dagskránni er m.a. afmæli og kveðjuhóf, svo kemur líklega spennandi gestur inn á heimili hennar.

„Fyrst er að nefna að um helgina verður ömmustrákurinn minn hann Bjartur Eldur Þórsson hjá pabba sínum í Keflavíkinni og ég hlakka til að njóta samvista við hann.“


„Á föstudaginn ætla ég að fagna haustinu með samstarfsmönnum mínum á bæjarskrifstofunum og kveðja um leið einn nánasta samstarfsmann minn til margra ára hana Rannveigu Einarsdóttur, sem hefur tekið við starfi félagsmálastjóra Hafnarfjarðar. Síðar um kvöldið ætla ég í afmæli til hans Júlla vinar míns, sem ég hef séð allt of lítið af síðustu misserin.“


Á laugardag og sunnudag mun Hjördís ásamt félögum sínum í Rótarýklúbbi Keflavíkur taka á móti erlendum gestum á vegum Rótarýhreyfingarinnar. „ Einn af þeim, ung stúlka mun dvelja á heimili mínu í nokkra daga. Við munum fara með gestina um Suðurnesin og sýna þeim það markverðasta.“


„Þá vona ég að það verði tími til að eiga stundir með börnunum mínum og móður minni, sem ég legg áherslu á að hitta helst á hverjum degi. “

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024