Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Helgin mín - Handbolti, Hobbitar og þorrablót í pottþéttri helgi
Föstudagur 21. janúar 2011 kl. 14:27

Helgin mín - Handbolti, Hobbitar og þorrablót í pottþéttri helgi

Hlynur Þór Valsson er 32 ára nemi og tónlistarmaður úr Keflavík. Hann stundar nám við Háskóla Íslands á menntavísindasviði og ætlar Hlynur að leggja kennslu fyrir sig í framtíðinni. Hann er uppalinn Keflvíkingur en er búsettur í Sandgerði um þessar mundir ásamt unnustu sinni Ásdísi Ösp Ólafsdóttur. Þar hefur hann meðal annars starfað sem leiðbeinandi við Grunnskóla Sandgerðis. Helgin hjá Hlyni er þaulskipulögð en við fengum hann til að deila með okkur dagskrá helgarinnar sem virðist vera uppfull af bókum og tónlistþó er einnig tími fyrir Þorrablót og „strákana okkar.“

„Helgin mín er nokkuð þéttsetin að venju. Ég mun verja einhverjum hluta í vinnu við lokaverkefnið mitt á Menntavísindasviði HÍ en mestur tími fer í hina vinnuna, en það er tónlistin. Ég og félagi minn, Ólafur Þór Ólafsson, skellum okkur í Hobbitagervi og gerum allt brjálað á Paddy´s föstudagskvöldið.“

Ræktin, brennivín og súrmeti á laugardeginum

„Stefni svo á að vakna snemma á laugardeginum, eða um hádegisbilið, kíkja í ræktina og gera mig andlega og líkamlega kláran í að fylgjast með „strákunum okkar,“ bræða þýska stálið. Sigrinum verður fagnað með súrmeti og brennivíni á þorrablóti á Paddy´s. Enda svo kvöldið með því að stíga aftur á svið sem Hobbiti en í þetta sinn bætist Föruneytið í hópinn en það eru þeir Óli Ingólfs. trommari og Pálmar Guðmunds. bassaleikari. Sunnudagur verður svo helgaður námsbókunum. Nokkuð pottþétt helgi."

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024