Helgarspjallið: „Keflavík er svolítið eins og æskuvinurinn sem maður átti svo ekkert sameiginlegt með“
Elías Örn Friðfinnsson er 23 ára Keflvíkingur sem býr í vesturbæ Reykjavíkur. Hann starfar sem kokkur á Rauða Ljóninu og í frítíma sínum fæst hann við uppistand og vinnur að skopteikningum sem hann ætlar að gefa út í nánustu framtíð. Þegar blaðamaður spyr Elías hvort hann sakni þess ekki að búa í Keflavík, þá lokar hann augunum, brosir blítt og segir loks: „Jú. Það er mikið að fólki sem að maður saknar þaðan. En svona í heildina séð að þá er Keflavík svolítið eins og æskuvinurinn sem maður átti svo ekkert sameiginlegt með þegar maður varð eldri. Mér þykir sem sagt vænt um Keflavík, en við eigum bara ekki saman lengur. Tala ég þá um staðinn en ekki fólkið.“ Elías segist fylgjast stundum með handboltanum þessa dagana, sem honum þykir spennandi, en þó þykist hann vita að þetta snúist jú að mestu leiti um það að sjá Ísland loksins sigra önnur lönd í hópíþróttum. Um helgina ætlar Elías að vera á Faktorý Bar og vill hann koma þeim skilaboðum til kvenþjóðarinnar að það þýði ekkert að mæta með belti á dansgólfið, hann muni samt dansa sig ofaní buxur þeirra. Við fengum Elías til að deila með okkur nokkrum hlutum sem að hafa glatt hann að undanförnu og í gegnum tíðina.
Bitinn í bænum
„Pizza 67, Gone but never forgotten. Það var hefð fyrir því að kvitta undir sem Ari T, þegar maður borgaði.“
Bókin
„Nú er ég að lesa bókina „Alice in Wonderland and philosophy.“ Hún er ágæt. Mikið af skemmtilegum pælingum en ég er bara hálfnaður þannig að ég get ekki alveg sagt til hvort að hún sé allt það sem að ég vil að hún sé.“
Tónlistin
„Ég hlusta á alls konar tónlist. Get gleymt mér tímunum saman á youtube við það að leita af nýrri tónlist, sérstaklega ef að það er að ganga eitthvað.
Þessa dagana er ég að hlusta mikið á Discovery, Vampire Weekend, Daft Punk, Black Keys og svo náttúrulega svona gamla klassík eins og Link Wray og Santana. Já og Cake. Hlusta mikið á Cake. Ég elska Cake eins og feitur strákur elskar köku.“
Sjónvarpsþátturinn
„Horfði á aðra seríu af Joe Schmo á tveimur dögum nýlega. Alveg einstaklega fyndinn skítur þar á ferð. Þetta er raunveruleikaþáttur sem gengur fyrir sig svipað og Bachelorinn nema að allir nema tveir af þátttakendunum eru leikarar. Þetta er svona satíra á raunveruleikaþætti sem eru þegar til og á sama tíma ótrúlega vel skipulagður hrekkur. Fyrri serían á ekki roð í þá seinni.
Síðan horfi ég rosalega mikið á sömu þætti bara aftur og aftur. Þætti eins og Seinfeld, Arrested Development og breska Office.“
Kvikmyndin
„Fór í bíó á Tron um daginn. Hún var eiginlega svona „style over substance.“ En ég meina bíómynd sem er eitt stórt ljósasjó og Daft Punk sér um tónlistina, það var ekkert að fara að klikka. Vantaði bara e-pillur. Nei djók.“
Annars mæli ég með Dirty Harry myndunum og Spaghettí vestrunum. Clint Eastwood setur C-ið í Cool.
Eitthvað sem að þú vilt segja að lokum?
Follow your dreams, they can come true, look at me, I'm living proof.