Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Helga Jensdóttir sýnir í Saltfisksetrinu
Föstudagur 24. ágúst 2007 kl. 13:09

Helga Jensdóttir sýnir í Saltfisksetrinu

Sunnudaginn 26. ágúst 2007 kl. 15:00 verður opnuð málverkasýning í Listasal Saltfiskseturs Íslands, Grindavík þar sem sýnd verða verk eftir Helgu Jensdóttur. Helga er flugumferðarstjóri að mennt en vinnur nú alfarið við myndlist.
 
Helga hefur stundað nám við Myndlistarskóla Kópavogs sl 3 ár og hefur einnig sótt Masterclass námskeið hjá Bjarna Sigurbjörnssyni myndlistarmanni á sama stað. Undanfarna mánuði hefur hún haft vinnustofu í Auðbrekku 4 í Kópavogi ásamt tíu öðrum myndlistarkonum en hópurinn kallar sig ART11. Helga hefur þegar fengið inngöngu í Listaháskóla Íslands haustið 2007. Helga vinnur á valsaðar álplötur og styðst hún ekki síst við kort úr fluggeiranum og frá íslenska flugstjórnasvæðinu.
  
Helga býður alla velkomna á sýninguna sem mun standa til 10. september.
 
Saltfisksetrið er opið alla daga frá 11:00- 18:00
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024