Helga Jensdóttir sýnir í Saltfisksetrinu
Sunnudaginn 26. ágúst 2007 kl. 15:00 verður opnuð málverkasýning í Listasal Saltfiskseturs Íslands, Grindavík þar sem sýnd verða verk eftir Helgu Jensdóttur. Helga er flugumferðarstjóri að mennt en vinnur nú alfarið við myndlist.Helga hefur stundað nám við Myndlistarskóla Kópavogs sl 3 ár og hefur einnig sótt Masterclass námskeið hjá Bjarna Sigurbjörnssyni myndlistarmanni á sama stað. Undanfarna mánuði hefur hún haft vinnustofu í Auðbrekku 4 í Kópavogi ásamt tíu öðrum myndlistarkonum en hópurinn kallar sig ART11. Helga hefur þegar fengið inngöngu í Listaháskóla Íslands haustið 2007. Helga vinnur á valsaðar álplötur og styðst hún ekki síst við kort úr fluggeiranum og frá íslenska flugstjórnasvæðinu.
Helga býður alla velkomna á sýninguna sem mun standa til 10. september.
Saltfisksetrið er opið alla daga frá 11:00- 18:00






