Héldust í hendur í kringum skólann
Nemendur og starfsfólk Akurskóla tóku þátt í alþjóðlegum degi gegn kynþáttamisrétti á dögunum. Mannréttindaskrifstofa Íslands stóð fyrir verkefni sem fólst í að fara út fyrir skólabygginguna og leiðast í kringum hana og standa þannig saman með margbreytileika í okkar samfélagi.
Skilaboðin eru skýr: Það er bannað að mismuna vegna útlits eða uppruna. Njótum þess að vera ólík og allskonar.
Myndirnar tók Óli Hauki Mýrdal hjá Ozzo Photography.