Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Heldur til keppni í Miss Universe
Fimmtudagur 6. júlí 2006 kl. 14:31

Heldur til keppni í Miss Universe

Fegurðardrottningin Sif Aradóttir heldur utan í dag til borgar englanna, Los Angeles. Þar mun hún taka þátt í Miss Universe keppninni og segir í samtali við Víkurfréttir að dagskráin sé mjög þétt í þessar þrjár vikur sem hún verður úti.  „Þetta verða strangar þrjár vikur, æfingar alla daga, kvöldverðir og skoðunarferðir með ýmsum fyrirmennum. Mér líst rosalega vel á þetta, þetta er mjög gott tækifæri fyrir mig. Það eru alls 85 stúlkur sem taka þátt og möguleikar mínir eru ágætir - ég ætla bara að gera mitt besta og sjá hvað setur,“ sagði Sif. Hún hefur notið velvildar ýmissa aðila, t.a.m. Fær hún föt frá Persónu og Next, hárvörur og aðstoð frá Salon Veh og snyrtivörur og ráðgjöf frá heildversluninni Gasa. Keppnin sjálf verður haldin þann 23. júlí nk. og verður spennandi að sjá hvernig Sif reiðir af.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024