Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Heldur að hún hafi verið prinsessa í fyrra lífi
Miðvikudagur 8. júlí 2020 kl. 07:55

Heldur að hún hafi verið prinsessa í fyrra lífi

Viktoríutímabilið heillar Írisi Jónsdóttur, myndlistarkennara við Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Hún heldur að hún hafi verið prinsessa í fyrra lífi og elskar kórónur. Íris svaraði nokkrum spurningum í Netspjalli við Víkurfréttir.

– Nafn:

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Íris Jónsdóttir

– Árgangur:

um miðja síðustu öld þ.e. ‘63.

– Fjölskylduhagir:

Gift Gylfa Kristinssyni, eigum tvo syni og þrjú barnabörn.

– Búseta:

Keflavík.

– Hverra manna ertu og hvar upp alin:

Dóttir Beggu og Nonna, Sandgerði til 10 ára aldurs, síðan í Reykjavík.

– Starf/nám:

Myndlistarkennari í FS.

– Hvað er í deiglunni?

Sumarfrííí…

– Hvernig nemandi varstu í grunnskóla?

Fyrirmyndarnemandi þótt ég segi sjálf frá.

– Hvernig voru framhaldsskólaárin?

Mjög skemmtileg.

– Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór?

Eiga búð og vinna í henni eins og pabbi.

– Hver var fyrsti bíllinn þinn?

Daihatsu Charade.

– Hvernig bíl ertu á í dag?

Range Rover Evouge.

– Hver er draumabíllinn?

Landrover Discovery sport.

– Hvert var uppáhaldsleikfangið þitt þegar þú varst krakki?

Barbie.

– Besti ilmur sem þú finnur:

Fjörulykt.

– Hvernig slakarðu á?

Í sófanum yfir góðum þætti.

– Hver var uppáhaldstónlistin þín þegar þú varst u.þ.b. sautján ára?

Disco.

– Uppáhaldstónlistartímabil?

Disco-tímabilið.

– Hvaða tónlist fær þig til að sperra eyrun þessa dagana?

Öll góð tónlist, er alæta.

– Hvers konar tónlist var hlustað á á þínu heimili?

Frank Sinatra og félagar.

– Leikurðu á hljóðfæri?

Nei því miður en langar að læra á píanó.

– Horfirðu mikið á sjónvarp og hvernig?

Nei, Netflix.

– Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu?

Fréttum.

– Besta kvikmyndin:

Sound of music (fyrsta bíóferðin).

– Hver er uppáhaldsbókin þín og/eða rithöfundur?

Engin sérstök.

– Hvað gerir þú betur en allir aðrir á þínu heimili?

Þvo þvott.

– Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu?

Að ákveða hvað á að vera í matinn, aðrir sjá svo um eldamennskuna (Axel bró fékk öll kokkagenin).

– Hvernig er eggið best?

Linsoðið.

– Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu?

Fljótfærni.

– Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra?

Óheiðarleiki.

– Uppáhaldsmálsháttur eða tilvitnun:

„Það er mikið ef þú átt það ekk“ (það sagði pabbi alltaf).

– Hver er elsta minningin sem þú átt?

Úti að leika í fjörunni í Sandgerði.

– Orð eða frasi sem þú notar of mikið:

Já ókeiii.

– Ef þú gætir farið til baka í tíma, hvert færirðu?

Viktoríutímabilið, held ég hafi verið prinsessa í fyrra lífi og elska kórónur.

– Hver væri titillinn á ævisögu þinni?

„Lífið er list“.

– Þú vaknar einn morgun í líkama frægrar manneskju og þarft að dúsa þar einn dag. Hver værirðu til í að vera og hvað myndirðu gera?

Tiger Woods, að sjálfsögðu spila golf.

– Hvaða þremur persónum vildirðu bjóða í draumakvöldverð?

Leonardo Da Vinci, Picasso og Fridu Kahlo, það yrði örugglega áhugaverður kvöldverður.

– Hvernig hefur þú verið að upplifa árið 2020 hingað til?

Eitt orð „öðruvísi“.

– Er bjartsýni fyrir sumrinu?

Já.

– Hvað á að gera í sumar?

Ferðast og spila golf.

– Hvert ferðu í sumarfrí?

Út í Leiru (golfvöll) og þar sem sólin verður.

– Ef þú fengir gesti utan af landi sem hafa aldrei skoðað sig um á Suðurnesjum. Hvert myndir þú fara með þá fyrst og hvað myndir þú helst vilja sýna þeim?

Hvalsnes, kirkjuna, fuglalífið og fjöruna (einn af mínum uppáhalds stöðum).

– Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu ..

til Ítalíu.