Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Héldu fyrirlestur um reykingar
Miðvikudagur 13. apríl 2011 kl. 10:23

Héldu fyrirlestur um reykingar

7.ÖÆH í Grunnskóla Sandgerðis hélt fyrirlestur um reykingar og afleiðingar þeirra í gærkvöldi á sal skólans. Vel var mætt á fyrirlesturinn og buðu krakkarnir gestum upp á kaffi og kökur í hléi.

Krakkarnir höfðu undirbúið fyrirlesturinn vel og sýndu meðal annars þátt sem þau höfðu búið til um reykingar. Einnig tóku þrjár stelpur sig til og dönsuðu fyrir gestina í lokin. „Þetta hefur gengið mjög vel og hafa krakkarnir allir sem einn verið mjög virkir í þessu verkefni. Ég get ekki annað en verið stoltur af þeim,“ sagði Örn Ævar Hjartarson, umsjónarkennari bekkjarins.

VF-Myndir: Siggi Jóns





Þrjár stúlkur úr bekknum dönsuðu frumsaminn dans í lokin við góðar undirtektir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024