Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Held ég sé búinn með minn skammt af ferðalögum í sumar
Sunnudagur 20. ágúst 2023 kl. 06:09

Held ég sé búinn með minn skammt af ferðalögum í sumar

Hafliði Breki Bjarnason er átján ára nýstúdent úr Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Hafliði er búin að vera að vinna á Langbest síðustu þrjú ár og ætlar að verja sumrinu þar ásamt því að ferðast innan- sem utanlands.

Aldur og búseta? 18 að verða 19 ára Keflvíkingur.

Starf eða nemi? Er að vinna hjá Langbest. Nýstúdent úr Fjölbrautaskóla Suðurnesja.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hvernig hefur sumarið verið hjá þér? Bara helvíti gott, fór í útskriftarferð til Krít í júní og svo til Tene í tvær vikur í byrjun júlí og svo bara vinna og vera með vinunum og fjölskyldu.

Hvar verður þú að vinna í sumar? Verð að vinna á Langbest til loka ágúst.

Hvernig á að verja sumarfríinu? Vinna eins mikið og hægt er en samt reyna gera skemmtilega hluti með vinum og fjölskyldu.

Ætlar þú að ferðast í sumar, og hvert þá? Held ég sé búinn með minn skammt af ferðalögum í sumar.

Eftirlætisstaður á Íslandi? Flatey á Breiðafirði, það þurfa allir að kíkja þangað einhvern tímann á lífsleiðinni.

Hvað einkennir íslenskt sumar? Vinna og ferðast, helst til útlanda. Reyna líka að eyða tíma með fjölskyldu og vinum og ekki pæla í skóla í smá stund. Njóta og lifa.

Áhugamál þín? Ferðast, tónlist, skíða, Formúla 1, vera með fjölskyldu og vinum.

Eitthvað sem þú stundar aðeins á sumrin? Nei, það held ég ekki, kannski slá grasið heima.

Hvað fær þig til þess komast í sumarfíling? Góða veðrið og sólin, hvort sem það er hérna heima eða einhvers staðar annars staðar skiptir mig ekki máli.

Hver er sumarsmellurinn í ár að þínu mati? Úfff, þetta er erfið spurning. Ætli það sé ekki bara Overdrive með Post Malone.

Hvað er það besta við íslenskt sumar? Að geta komist í sólina og slakað smá eftir langan vetur.

En versta? Að þú veist aldrei hvernig veðrið er að fara vera, gæti þess vegna byrjað að snjóa.

Uppáhaldsgrillmatur? Smá erfitt val en held það sé bara nautið, klikkar seint.

Sumardrykkurinn í ár? Fanta Lemon, engin spurning. Það þarf samt að vera ísskalt, mjög mikilvægt.