Hekla Eir sigraði á söngkeppni Borunnar
Félagsmiðstöðin Boran í Vogum hélt sína árlegu söngkeppni í Tjarnarsalnum í Stóru-Vogaskóla sl. miðvikudagskvöld. Fjögur glæsileg atriði kepptu um að hreppa hnossið, en dómnefndin var sammála um að Hekla Eir Bergsdóttir og bakraddasöngkonur hennar höfðu borið af með flutningi sínum á laginu Líf eftir Stefán Hilmarson. Sigurður Lárusson útsetti lagið fyrir stúlkurnar.
Að lokinni keppni var haldið Hrekkjavökuball þar sem DJ Valdi þeytti skífum og skenmmtu sér allir konunglega.
Þær Hekla Eir og vinkonur hennar munu svo flytja lagið, fyrir hönd Borunnar, á undankeppni Samfés, sem haldin verður í Vogum dagana 9. til 11. nóvember nk.
H: www.vogar.is
Að lokinni keppni var haldið Hrekkjavökuball þar sem DJ Valdi þeytti skífum og skenmmtu sér allir konunglega.
Þær Hekla Eir og vinkonur hennar munu svo flytja lagið, fyrir hönd Borunnar, á undankeppni Samfés, sem haldin verður í Vogum dagana 9. til 11. nóvember nk.
H: www.vogar.is