Heimsreisufararnir: Kófsveittir í rafmagnslausri borg á bökkum Ganges
 „Sæl öll sömul. Við erum nú staddir í Varanasi í Indlandi. Sitjum hérna við tölvuna svitnandi eins og svín. Einhverra hluta vegna getur tölvan gengið áfram þó að öll borgin sé rafmagnslaus og vifturnar virki ekki“. Þetta skráðu þeir félagar inn í gestabókina hér á vefnum fyrir íslenskan fótaferðatíma í morgun. Þeir hafa lofað að senda nýjan pistil um ævintýri sín á morgun, sunnudag og að sjálfsögðu verður hann settur strax inn á vefinn www.vf.is/heimsreisaÍ pistlinum sem kemur inn á sunnudag og er skrifaður á bökkum Ganges-fljótsins verður meðal annars sagt frá skordýraævintýri í tilefni af því að þrír strákar í Reykjanesbæ fundu Svörtu ekkjuna í Njarðvík á dögunum. Þeirra saga er martröð, að sögn. Fylgjumst spennt með.
„Sæl öll sömul. Við erum nú staddir í Varanasi í Indlandi. Sitjum hérna við tölvuna svitnandi eins og svín. Einhverra hluta vegna getur tölvan gengið áfram þó að öll borgin sé rafmagnslaus og vifturnar virki ekki“. Þetta skráðu þeir félagar inn í gestabókina hér á vefnum fyrir íslenskan fótaferðatíma í morgun. Þeir hafa lofað að senda nýjan pistil um ævintýri sín á morgun, sunnudag og að sjálfsögðu verður hann settur strax inn á vefinn www.vf.is/heimsreisaÍ pistlinum sem kemur inn á sunnudag og er skrifaður á bökkum Ganges-fljótsins verður meðal annars sagt frá skordýraævintýri í tilefni af því að þrír strákar í Reykjanesbæ fundu Svörtu ekkjuna í Njarðvík á dögunum. Þeirra saga er martröð, að sögn. Fylgjumst spennt með.Myndina fengum við lánaða á netinu en eigum von á nýjum myndum í myndasafnið á morgun!

 
	
			

 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				