Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Heimsfræg söngkona með tónleika í Garðinum
Þriðjudagur 19. júní 2012 kl. 11:10

Heimsfræg söngkona með tónleika í Garðinum



Nicolette er heimsfræg söngkona frá Bretlandi sem verður með tónleika í Garði á Suðurnesjum, sunnudaginn 24. júní kl. 17:00 ásamt bandarísku tónlistarkonunni Deborah Charles. Nicolette er einn listamannanna sem tekur þátt í Ferskum vindum í Garði og eru þessir tónleikar samstarfsverkefni Ferskra vinda og Sólseturshátíðarinnar í Garði sem verður þessa helgi. Aðgangur ókeypis.

Nicolette er fædd í Glasgow og á foreldra frá Nígeríu. Hún sló fyrst í gegn í tónlistarheiminum 1990 og árið 1992 kom fyrsta platan hennar út „Now is early.“ Síðan fór hún að syngja með Massive Attack og gerði þá hjómsveit heimsfræga. Hún söng m.a. á plötunum „Talkin´Loud“, „No Government“ og „Let No-one live rent free in your head“. Nicolette hefur unnið með mörgum virtum listamönnum ásamt því að vinna að sinni eigin tónlist, hún gaf út DJ plötuna „Studio K7“ og hóf feril sinn sem DJ-ari um allan heim.

Nicolette setti upp eigið stúdíó „Early Records“ og gaf út plöturnar „Life Loves Us“, „Great Stuff Records“, „Love“ og „Seven“. Nicolette hefur átt fjölda laga á mörgum plötum og í dag vinnur hún að sinni fjórðu sóló plötu ásamt því að hún á tvö lög á nýju plötunni „Guzo“ (júlí 2012) með „Sammy Yirga´s“ sem „Real World Records“ gefur út.

Rödd Nicolettes hefur verið lýst sem áhrifamikilli sem hreyfir við hjörtum fólks og einkennir allan söng hennar. Blanda af líkamlegum og dáleiðandi söngstíl hennar minnir á 1920 og 1930 jass- og blússöngvara sem hefur verið blandað með nútímarafeindapoppi sem hefur skapað vörumerki hennar sem er einhversskonar 21. aldar popplist jass, rafrænn blús. Hún kallaði einu sinni söng sinn "brugg nornanna" vegna áhrifa sem hún varð frá fjölbreyttri tónlist og blandaðist hennar eigin. Söngur hennar er eins konar blanda af dulspeki og innsæi sem er bæði öflug og kvenleg.

Nicolette skrifar lög eingöngu til að styrkja sig og annað fólk svo „vVið munum muna hver við erum því það gleðji fólk,“ sem hún segir að sé einfaldur réttur þess í lífinu.
 „Í grunninn skrifa ég lög sem segja einfaldan sannleikann eins og allir þekkja hann“. Nicolette staðhæfir að besta hugtakið sem lýsi tónlist hennar sé ástin. „Ég skrifa lög sem búa til andrúmsloft ástarinnar þegar þau eru spiluð. Allt sem er ekki ást mun hverfa á því augnabliki vegna þess að tónlistin kemur frá hjartanu.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024