Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Heimafólk í aðalhlutverki í listasal Duus-húsa á Ljósanótt
Þriðjudagur 13. mars 2012 kl. 10:45

Heimafólk í aðalhlutverki í listasal Duus-húsa á Ljósanótt


Sú venja hefur skapast á Ljósanótt undanfarin ár að heimafólk hefur verið í aðalhlutverki á sýningu Listasafnsins í listasal Duushúsa . Í ár er ætlunin að þar verði stór samsýning listamanna af Suðurnesjum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Leitað er eftir verkum af öllum tegundum myndlistar, tvívíðum og þrívíðum verkum, málverkum, vatnslitamyndum, teikningum, ljósmyndum, skúlptúrum, hefðbundinni list og óhefðbundinni og í raun öllu því sem getur fallið undir víðustu skilgreiningu myndlistar.


Skilyrðin fyrir þátttöku eru aðeins tvö; að listafólkið hafi náð 18 ára aldri og eigi lögheimili á Suðurnesjum.


Markmið sýningarinnar er að sýna hina miklu grósku myndlistar á svæðinu og vonast er eftir að breiddin verði sem mest, atvinnulistamenn og áhugamenn á öllum aldri blandist í sköpuninni á eftirminnilegan hátt.


Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í sýningunni eiga að senda eftirfarandi upplýsingar á netfangið [email protected] fyrir 15. júní n.k: Nafn listamannsins, netfang, heiti verksins, lýsing á verkinu m.a. stærð og gerð og ljósmynd af verkinu í góðri upplausn. Hver og einn má senda inn þrjú verk.


Sérstök valnefnd Listasafns Reykjanesbæjar velur svo úr innsendum verkum með framangreint markmið í huga.