Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Heima í gamla bænum
Föstudagur 4. september 2015 kl. 08:11

Heima í gamla bænum

– tónleikar í heimahúsum í gamla bænum í Keflavík

Menningarfélag Keflavíkur stendur fyrir heimatónleikum í gamla bænum á Ljósanótt þar sem íbúar bjóða fólki heim í tónleikaveislu.

Fjórar hljómsveitir spila í jafnmörgum húsum í gamla bænum í Keflavík föstudaginn 4. september. Hver hljómsveit leikur tvisvar, 40 mínútur í senn. Dagskrá hefst kl. 21:00 og aftur kl. 22:00. Gestir geta því valið a.m.k. tvenna tónleika eða gengið á milli og fengið brot af öllu.

Fram koma þessir listamenn af Suðurnesjum en þær eru Æla, Trílogía, Gálan og SíGull

Miðasala fer fram á Tix.is og er miðaverð kr. 1500. Gestir fá armband til að rölta á milli húsa og kort af svæðinu, gegn framvísun miðanna/kvittunar/bókunarnúmers, í Duus Safnahúsum á opnunartíma frá kl. 12 - 17 alla daga. Frekari upplýsingar veitir Sara Dögg Gylfadóttir í síma 699 2604.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024