Heilsuvika - Skátar, skák og hollt mataræði meðal þess sem er á dagskrá í dag
Nú er heilsu- og forvarnarvika Reykjanesbæjar komin á fullt skrið í fjórða sinn. Allar stofnanir Reykjanesbæjar taka þátt í verkefninu og fjölmörg fyrirtæki, félagasamtök og stofnanir í bænum. Dagskráin er fjölbreytt og áhugaverð og meðal þess sem er í boði í dag er Skákmót, fyrirlestrar og dans. Heilsuvikan er haldin undir kjörorðinu Samvinna - Þátttaka - Árangur. Markmiðið með heilsu- og forvarnarvikunni er að draga úr þeim áhættuþáttum sem einstaklingurinn getur staðið frammi fyrir á lífsleiðinni og hlúa að verndandi þáttum með þátttöku allra bæjarbúa.
Hér að neðan má sjá dagskrána í dag
Kl: 9:30 Yogatími á útisvæði leikskólans Gimli. Stúlkur á Ásgarði ásamt kennurum kjarnans bjóða foreldru og öðrum velunnurum að taka þátt í yogaiðkun undir handleiðslu Guðrúnar Gunnarsdóttur yogakennara.
Kl: 10:00 Leikskólinn Holt býður foreldrum og öðrum bæjarbúum í kraftgöngu skipulagða m.t.t. aldurs og þroska leikskólabarnanna. Þrautabrautir úti eða í sal, boltaleiki á íþróttavellinum.
Kl: 10:30 Foreldramorgnar í Safnaðarheimili Ytri-Njarðvíkurkirkju. Fjallað verður um gildi mataræðis og útiveru.
Kl: 10:00 Nesvellir. Kynning á dansi sem þjálfun í boði tómstundastarfs eldri borgara.
Kl: 12:05 Lífsstíll Vatnsnesvegi. Opinn tími Insanity
Kl: 12:45 – 15:30 Skákmót Hressra Hróka. Skákmót í Björginni, geðræktarmiðstöðinni á Suðurnesjum, Suðurgötu 12- 14. Öllum velkomið að taka þátt.
kl: 13:00 - 16:00 Opið hús í Björginni, geðræktarmiðstöðinni á Suðurnesjum, Suðurgötu 12 -14. Allir velkomnir að kíkja við og kynna sér starfsemina.
Kl: 16:00-18:00 Opið hús hjá Sjúkraþjálfun Suðurnesja, Hafnargötu 15. Ókeypis ráðgjöf og mat á
stoðkerfiseinkennum auk blóðþrýstings- og blóðsykursmælinga.
Kl: 17:30 – 19:00 Fálkaskátar: Strákar og stelpur 5 – 7 bekkur. Foreldrar, aðstandendur og aðrir sem hafa áhuga á að kynna sér skátastarfið er velkomið að koma og fylgjast með og/eða taka þátt í hefðbundnum fundi.
Kl: 19:30 Karma Keflavík. Sóley Birgisdóttir lýðheilsufræðingur verður með fyrirlestur umheilbrigðan lífsstíl og heilbrigt mataræði.
Kl: 20:00 - 21:30 Dróttskátar: Strákar og stelpur í 8 – 10 bekk. Foreldrar, aðstandendur og aðrir sem hafa áhuga á að kynna sér skátastarfið er velkomið að koma og fylgjast með og/eða taka þátt í hefðbundnum fundi.
Kl: 20:00 Offita barna – varnir og ráð Þrúður Gunnarsdóttir dr. Í lýðheilsuvísindum fjallar um offitu barna. Keilir, Grænásbraut 910.