Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fimmtudagur 30. september 1999 kl. 23:18

HEILSUHORN VÍKURFRÉTTA OG MIÐBÆJAR

Trefjar og kólesteról Fólk sem hugsar vel um líkama sinn og heilsuna er aðeins farið að spá í hvort að það geti verið með of háa blóðfitu þótt það sé ekki mjög feitt. Kólesteról er mikilvægt í byggingu fruma. Úr því framleiðir líkaminn D-vítamín, gallsýrur og kynhormón. Líkaminn framleiðir það kólesteról sem hann þarf á að halda og einnig fáum við það úr fæðunni t.d úr eggjum, lifur og öðrum innmat, mjólkurfitu og kjötfitu. Athygli fólks hefur beinst að kólesteróli vegna þess að einn helsti áhættuþáttur hjarta- og æðasjúkdóma er of há blóðfita. Mikil neysla á mettaðri (harðri) fitu eykur kólesterólmagn í blóði. Hægt er að lækka kólestermagn í blóðinu með því að minnka heildarfitu í fæðinu. Eðlilegt magn kólesteróls í blóði fullorðinna er 5 mmol/l. Kostir trefjaríkrar fæðu er að hún lækkar blóðfitu í líkamanum, einnig hafa trefjar svo marga góða kosti eins og að hjálpa til við að viðhalda æskilegri líkamsþyngd. Æskilegt er að borða 25g að trefjum á dag miðað við 2500 kcal. Fólk ætti að reyna að auka við sig af trefjaríkari fæðu, það er auðvelt að velja á milli hvíta brauðsins og grófa brauðsins, það er meira bragð að þessu grófa og svo verður maður miklu fyrr saddur af því. Sex korna brauð 250g rúgmjöl 200g sexkorna blanda, keypt eða heimalöguð ( t.d. tröllhafrar,bulghur,sólblómafræ,hörfræ,sesamfræ,og hirsi) 4 dl sjóðandi vatn 21/2 dl AB-mjólk 40 gr ger 2 tsk salt 1 msk olía 450 gr hveiti Aðferð: Svolítið af sexkorna blöndunni tekið frá en hitt hrært saman við rúgmjölið og vatninu hellt yfir. Hrært saman og látið standa í 4 klst. Þá er AB-mjólkinni sem að vera við stofuhita hrært saman við og gerinu, olíu, salti og hveiti hnoðað saman við í létt deig. Látið lyfta sér í 1 klst og hnoðað aftur, mótað í eitt eða tvö brauð og þau látin lyfta sér í 30 mín á plötu, pensluð með vatni og korni stráð yfir, bökuð við 200* í 35-45 mín eftir stærð.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024