Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fimmtudagur 16. september 1999 kl. 15:44

HEILSUHORN VF OG MIÐBÆJAR

Sykursætir unglingar Íslenskir unglingar borða óvenjumikinn sykur. Meðalneysla unglinga er hvorki meira né minna en 178 grömm á dag sem samsvarara u.þ.b. 2 dl. af sykri. Hluti sykursins kemur úr fæðutegundum sem eru sætar frá náttúrunnar hendi, t.d. ávextir, hreinir safar eða mjólk. Þegar sá sykur hefur verið dreginn frá heildarneyslunni eru enn eftir 107 grömm af strásykri sem hver unglingur innbyrðir á dag. Meira en helmingur sykursins kemur úr gosidrykkjum og öðrum sykruðum svaladrykkjum. Í hverjum hálfum lítra af gosi eða ávaxtadrykk eru u.þ.b 50 grömm af sykri. Unglingar drekka að jafnaði um 3/4 lítra af sætum svaladrykkjum á dag en minna en eitt glas af vatni. Sykur þarf ekki að vera skaðlegur svo framarlega sem hans er neytt í hófi. Öðru máli gegnir þegar sykurneyslan er orðin það mikil að við fáum ekki nóg af hollum mat. Allir vita líka að sykur skemmir tennur og það er einmitt á unglisnárum sem fullorðinstennur skemmast hvað mest. Veljum frekar popp eða ávexti til að narta í fyrir framan sjónvarpið og reynum að hafa bara einn nammidag á viku. Drekkum vatn. Minnkum því notkun sætra drykkja og drekkum meira vatn í staðinn: Vatn er sykurlaust. Vatn er ókeypis. Vatn er alls staðar. Vatn er drykkur náttúrunnar. Drekkum vatn !!!! VÍTAMÍNDRYKKUR 1/4 dl. appelsínuþykkni 1/2 lítri vatn 1 lítri mysa mulinn klaki Aðferð: 1. Blandaðu saman apppelsínuþykkni og vatni 2. Bættu mysunni út í 3. Berðu vítamíndrykkina fram í háum glösum með muldum klaka
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024