Heilsu- og forvarnavika sett á Suðurnesjum (myndskeið)
Heilsu- og forvarnarvika á Suðurnesjum verður haldin 1. – 7. október. Markmiðið með heilsu- og forvarnarviku er að draga úr þeim áhættuþáttum sem einstaklingar geta staðið frammi fyrir á lífsleiðinni og hlúa að verndandi þáttum með þátttöku allra bæjarbúa.
Setningarathöfn Heilsu- og forvarnarvikunnar var í hádeginu í dag í bókasafni Reykjanesbæljar. Þar flutti Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar ávarp og aðstandendur Einars Darra, sem lést þann 25. maí sl. eftir neyslu róandi lyfja, komu og sögðu sögu hans, sýndu myndband og dreifðu armböndum en stofnaður hefur verið minningarsjóður Einars Darra undir slagorðinu „Ég á bara eitt líf“.
Fyrirtæki og stofnanir á svæðinu bjóða upp á fjölbreytta dagskrá í Heilsu- og forvarnavikunni sem almenningur er hvattur til að kynna sér.
UPPTAKA AF BEINNI ÚTSENDINGU VÍKURFRÉTTA FRÁ SETNINGARATHÖFNINNI HÉR AÐ NEÐAN:
Frá setningu Heilsu- og forvarnaviku á Suðurnesjum.